Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 13:50 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Embætti ríkissaksóknara telur að ný gögn séu komin fram í nauðgunarmáli frá árinu 2020 sem lögregla hafði vísað frá. Héraðsdómari hafði fallist á kröfu ákærða um að málinu skuli endanlega vísað frá vegna annmarka á málsmeðferð. vísir/vilhelm Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni. Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira