Kvenkyns dómari, Juventus rankar við sér og Zlatan í ráðherrastól? Björn Már Ólafsson skrifar 7. október 2022 12:31 Maria Sole Ferrieri Caputi skráði sig í sögubækur ítalskrar knattspyrnu um liðna helgi. EPA-EFE/SERENA CAMPANINI Blað var brotið í knattspyrnusögu Ítalíu um helgina þegar Maria Sole Ferrieri Caputi dæmdi leik Sassuolo og Salernitana. Maria Sole var þar með fyrsta konan í 124 ára sögu knattspyrnunnar í landinu til að dæma leik í efstu deild karla. Frammistaða hennar var til fyrirmyndar rétt eins og frammistaða heimamanna í Sassuolo sem völtuðu yfir Salernitana 5-0. Eftir leikinn fékk dómarinn opinbera kveðju frá annarri konu sem er í þann mund að skrifa nafn sitt í sögubækurnar sem fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, Giorgia Meloni. Meloni er ótvíræður sigurvegari kosninganna sem fóru fram um síðustu helgi og með stuðningi Silvios Berlusconis og Salvinis er líklegast að hún hreppi æðsta pólitíska embætti landsins. Það er ekki ætlunin að fjalla um stjórnmálin á Ítalíu í þessari grein en stjórnmálin eiga það til að teygja anga sína inn í knattspyrnuheiminn því í vikunni fagnaði Zlatan Ibrahimovic afmæli sínu með því að birta mynd af sér og Silvio Berlusconi saman á góðri stundu. Vilja einhverjir meina að Zlatan sé mögulegur kandídat í nýja ríkisstjórn landsins fyrir hönd flokks Berlusconis. Það yrði að teljast ein ótrúlegasta pólitíska flétta síðari ára í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Lengt í hengingaról Inzaghis En aftur að knattspyrnunni. Stóri leikur síðustu helgar var leikur Internazionale og Roma í Mílanóborg. Inter er í basli í deildinni og sögusagnir eru á kreiki um að Simone Inzaghi sé orðinn valtur í sessi sem þjálfari liðsins. Inter hefur verið með gott tak á Roma undanfarin misseri og það vakti því mikla undrun þegar Rómverjar unnu leikinn 2-1. Sigurmarkið sá Chris Smalling um að skora með skalla eftir aukaspyrnu og Rómverjar eru nú mættir aftur í toppbaráttuna, aðeins fjórum stigum á eftir Napoli á toppnum. Sigurmarkið í uppsiglingu.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inzaghi var allt annað en sáttur eftir leikinn og vildi meina að hans menn hefðu átt meira skilið en núll stig. Hann getur þó huggað sig við það að liðið vann Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni og þar með keypti hann sér líklegast aðeins lengri vinnufrið. Það er ekki á hverjum degi sem ítölsk lið vinna Barcelona. Ólíkleg hetja í uppbótatíma Rafael Leao heldur áfram að sýna snilli sína fyrir AC Milan. Um helgina mætti liðið á útivöll til Empoli og átti í stökustu vandræðum. AC Milan komst yfir áður en Empoli jafnaði leikinn í uppbótatíma, og útlit var fyrir svekkjandi jafntefli fyrir rauðsvörtu djöflana. En AC Milan barst aðstoð úr óvæntri átt, því það tók varnarmanninn Fode Ballo-Toure aðeins átta sekúndur að koma AC Milan aftur yfir með góðu slútti. Ballo-Toure hefur sjaldan átt erindi inn í vítateig andstæðinganna en það var ekki að sjá á yfirveguðu skoti hans. Rafael Leao innsiglaði svo enn einn seiglusigurinn fyrir AC Milan með snoturri vippu í uppbótatíma uppbótatímans. AC Milan er því aðeins þremur stigum á eftir toppliði Napoli. Rafael Leao hefur skorað fjögur og lagt upp fjögur í aðeins sjö leikjum í Serie A á leiktíðinni.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Skemmtilegasta lið Evrópu Skemmtilegasta lið Evrópu um þessar mundir er Napoli. Svo einfalt er það. Hvort sem það er í deildinni heimafyrir eða undir ljóskösturunum á Evrópukvöldum um miðjar vikur þá er flæðandi sóknarleikurinn töfrandi og glænýja varnarlínan fær varla á sig mörk. Um síðustu helgi var það varnarsinnað lið Torino sem fékk að finna fyrir sóknarþunga þeirra bláklæddu. Andre Zambo Anguissa skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik úr sinni djúpu miðjustöðu áður en Maradona Kákasusfjallanna, Khvicha Kvaratskhelia, rak smiðshöggið í 3-1 sigri liðsins. Í vikunni mætti liðið svo Ajax á útivelli en hollenska stórveldið var engin fyrirstaða. Bókstaflega engin fyrirstaða, því Napoli vann auðveldan 1-6 sigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Helsti sóknarmaður Napoli Victor Osimhen er meiddur en það virðist engin áhrif hafa. Giacomo Raspadori er að sanna sig sem einn klókasti framherjinn á Ítalíu með frammistöðum sínum fyrir Napoli og landsliðið og Georgíubúinn geðþekki á vinstri kantinum er óstöðvandi. Khvicha Kvaratskhelia, leggið nafnið á minnið.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Ítalska leiðin sannar gildi sitt fyrir Íslendinga Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia mættu Lazio um liðna helgi og það dró heldur betur til tíðinda fyrir Mikael því hann lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Spezia í deildinni. Hann fékk þó enga draumabyrjun á sínum fyrsta byrjunarliðsleik því það tók liðsfélaga hans aðeins 45 sekúndur að gefa vítaspyrnu og í hálfleik var Lazio búið að gera út um leikinn 2-0. Mikael lék alls 65 mínútur í leiknum og fékk þokkalega einkunn fyrir frammistöðu sína í ítölsku götublöðunum. Vonandi fáum við að sjá hann sem oftast í byrjunarliði Spezia á tímabilinu, Mikael flutti til Ítalíu árið 2018 þegar hann gekk til liðs við unglingalið Spal frá Fram. Hann var annar Íslendingurinn sem fór í unglingalið á Ítalíu á eftir Herði Björgvini Magnússyni sem fór á sínum tíma til Juventus. Mikael Egill í leiknum gegn Lazio.Matteo Ciambelli/Getty Images Ári síðar fór svo Andri Fannar Baldursson til Bologna og boltinn fór að rúlla. Alls hafa um 20 íslenskir strákar leikið í unglingaliðum á Ítalíu og margir eru þar enn. Athygli vekur að allir þrír fyrstu íslendingarnir í unglingaliðum á Ítalíu, Mikael, Andri og Hörður Björgvin, fengu allir tækifærið í Serie A. Það skal því engan undra að Íslendingum hafi fjölgað svo mikið á Ítalíu á undanförnum misserum. Þórir Jóhann sat allan tímann á bekknum í 1-1 jafntefli nýliðanna Lecce og Cremonese. Serbneskir bjargvættir Juventus Hefur gæfan loksins snúist Juventus í vil eftir brösuga byrjun á tímabilinu? Svarið er já, ef marka má marga stuðningsmenn liðsins. Liðið vann afar sannfærandi 3-0 sigur á Bologna um liðna helgi þar sem serbneska tvíeykið Filip Kostic og Dusan Vlahovic fóru á kostum. Þeir mættu til leiks fullir sjálfstrausts eftir glæstan sigur á Norðmönnum í síðasta landsleikjahléi þar sem Erling Haaland lenti í skugga Dusans Vlahovic. Gegn Bologna lagði Vlahovic upp mark fyrir Kostic áður en Vlahovic sjálfur tvöfaldaði forystuna. Í síðari hálfleik innsiglaði svo Arek Milik sigurinn með flottu marki. Um helgina á Juventus svo AC Milan á útivelli. EF sá leikur vinnst, er heldur betur hægt að gera ráð fyrir Juventus í toppbaráttunni. Við höfum áður séð Juventus byrja tímabil illa, áður en þeir birtast allt í einu í toppbaráttuna bakdyramegin. Í toppbaráttunni auk Napoli finnum við ólíkindatólin Udinese og Atalanta. Udinese vann 1-2 sigur á Hellas Verona. Allir virðast bara vera að bíða eftir því að Udinese misstígi sig en þeir sýna ótrúlega seiglu og trú á verkefnið. Atalanta hins vegar hefur farið í gegnum ótrúlega endurnýjun í boði Gasperinis þjálfara. Eftir að hafa verið eitt fallegasta sóknarlið deildarinnar undanfarin ár er liðið nú farið að spila dúndrandi varnarleik. Aðeins þrjú mörk hefur liðið fengið á sig í deildinni í fyrstu átta leikjunum. Um helgina vannst enn einn 1-0 sigurinn, í þetta skiptið á Fiorentina á heimavelli. Á botni deildarinnar finnum við hins vegar lið Sampdoria sem tapaði 3-0 gegn nýliðum Monza um helgina. Tapið varð dopinn sem fyllti mælinn því Marco Giampaolo þjálfari liðsins var rekinn strax eftir leik og Dejan Stankovic hefur verið ráðinn eftirmaður hans. Stankovic bíður ærið verkefni enda er liðið lánlaust á botninum með aðeins 2 stig eftir átta leiki. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Eftir leikinn fékk dómarinn opinbera kveðju frá annarri konu sem er í þann mund að skrifa nafn sitt í sögubækurnar sem fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, Giorgia Meloni. Meloni er ótvíræður sigurvegari kosninganna sem fóru fram um síðustu helgi og með stuðningi Silvios Berlusconis og Salvinis er líklegast að hún hreppi æðsta pólitíska embætti landsins. Það er ekki ætlunin að fjalla um stjórnmálin á Ítalíu í þessari grein en stjórnmálin eiga það til að teygja anga sína inn í knattspyrnuheiminn því í vikunni fagnaði Zlatan Ibrahimovic afmæli sínu með því að birta mynd af sér og Silvio Berlusconi saman á góðri stundu. Vilja einhverjir meina að Zlatan sé mögulegur kandídat í nýja ríkisstjórn landsins fyrir hönd flokks Berlusconis. Það yrði að teljast ein ótrúlegasta pólitíska flétta síðari ára í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Lengt í hengingaról Inzaghis En aftur að knattspyrnunni. Stóri leikur síðustu helgar var leikur Internazionale og Roma í Mílanóborg. Inter er í basli í deildinni og sögusagnir eru á kreiki um að Simone Inzaghi sé orðinn valtur í sessi sem þjálfari liðsins. Inter hefur verið með gott tak á Roma undanfarin misseri og það vakti því mikla undrun þegar Rómverjar unnu leikinn 2-1. Sigurmarkið sá Chris Smalling um að skora með skalla eftir aukaspyrnu og Rómverjar eru nú mættir aftur í toppbaráttuna, aðeins fjórum stigum á eftir Napoli á toppnum. Sigurmarkið í uppsiglingu.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inzaghi var allt annað en sáttur eftir leikinn og vildi meina að hans menn hefðu átt meira skilið en núll stig. Hann getur þó huggað sig við það að liðið vann Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni og þar með keypti hann sér líklegast aðeins lengri vinnufrið. Það er ekki á hverjum degi sem ítölsk lið vinna Barcelona. Ólíkleg hetja í uppbótatíma Rafael Leao heldur áfram að sýna snilli sína fyrir AC Milan. Um helgina mætti liðið á útivöll til Empoli og átti í stökustu vandræðum. AC Milan komst yfir áður en Empoli jafnaði leikinn í uppbótatíma, og útlit var fyrir svekkjandi jafntefli fyrir rauðsvörtu djöflana. En AC Milan barst aðstoð úr óvæntri átt, því það tók varnarmanninn Fode Ballo-Toure aðeins átta sekúndur að koma AC Milan aftur yfir með góðu slútti. Ballo-Toure hefur sjaldan átt erindi inn í vítateig andstæðinganna en það var ekki að sjá á yfirveguðu skoti hans. Rafael Leao innsiglaði svo enn einn seiglusigurinn fyrir AC Milan með snoturri vippu í uppbótatíma uppbótatímans. AC Milan er því aðeins þremur stigum á eftir toppliði Napoli. Rafael Leao hefur skorað fjögur og lagt upp fjögur í aðeins sjö leikjum í Serie A á leiktíðinni.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Skemmtilegasta lið Evrópu Skemmtilegasta lið Evrópu um þessar mundir er Napoli. Svo einfalt er það. Hvort sem það er í deildinni heimafyrir eða undir ljóskösturunum á Evrópukvöldum um miðjar vikur þá er flæðandi sóknarleikurinn töfrandi og glænýja varnarlínan fær varla á sig mörk. Um síðustu helgi var það varnarsinnað lið Torino sem fékk að finna fyrir sóknarþunga þeirra bláklæddu. Andre Zambo Anguissa skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik úr sinni djúpu miðjustöðu áður en Maradona Kákasusfjallanna, Khvicha Kvaratskhelia, rak smiðshöggið í 3-1 sigri liðsins. Í vikunni mætti liðið svo Ajax á útivelli en hollenska stórveldið var engin fyrirstaða. Bókstaflega engin fyrirstaða, því Napoli vann auðveldan 1-6 sigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Helsti sóknarmaður Napoli Victor Osimhen er meiddur en það virðist engin áhrif hafa. Giacomo Raspadori er að sanna sig sem einn klókasti framherjinn á Ítalíu með frammistöðum sínum fyrir Napoli og landsliðið og Georgíubúinn geðþekki á vinstri kantinum er óstöðvandi. Khvicha Kvaratskhelia, leggið nafnið á minnið.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Ítalska leiðin sannar gildi sitt fyrir Íslendinga Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia mættu Lazio um liðna helgi og það dró heldur betur til tíðinda fyrir Mikael því hann lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Spezia í deildinni. Hann fékk þó enga draumabyrjun á sínum fyrsta byrjunarliðsleik því það tók liðsfélaga hans aðeins 45 sekúndur að gefa vítaspyrnu og í hálfleik var Lazio búið að gera út um leikinn 2-0. Mikael lék alls 65 mínútur í leiknum og fékk þokkalega einkunn fyrir frammistöðu sína í ítölsku götublöðunum. Vonandi fáum við að sjá hann sem oftast í byrjunarliði Spezia á tímabilinu, Mikael flutti til Ítalíu árið 2018 þegar hann gekk til liðs við unglingalið Spal frá Fram. Hann var annar Íslendingurinn sem fór í unglingalið á Ítalíu á eftir Herði Björgvini Magnússyni sem fór á sínum tíma til Juventus. Mikael Egill í leiknum gegn Lazio.Matteo Ciambelli/Getty Images Ári síðar fór svo Andri Fannar Baldursson til Bologna og boltinn fór að rúlla. Alls hafa um 20 íslenskir strákar leikið í unglingaliðum á Ítalíu og margir eru þar enn. Athygli vekur að allir þrír fyrstu íslendingarnir í unglingaliðum á Ítalíu, Mikael, Andri og Hörður Björgvin, fengu allir tækifærið í Serie A. Það skal því engan undra að Íslendingum hafi fjölgað svo mikið á Ítalíu á undanförnum misserum. Þórir Jóhann sat allan tímann á bekknum í 1-1 jafntefli nýliðanna Lecce og Cremonese. Serbneskir bjargvættir Juventus Hefur gæfan loksins snúist Juventus í vil eftir brösuga byrjun á tímabilinu? Svarið er já, ef marka má marga stuðningsmenn liðsins. Liðið vann afar sannfærandi 3-0 sigur á Bologna um liðna helgi þar sem serbneska tvíeykið Filip Kostic og Dusan Vlahovic fóru á kostum. Þeir mættu til leiks fullir sjálfstrausts eftir glæstan sigur á Norðmönnum í síðasta landsleikjahléi þar sem Erling Haaland lenti í skugga Dusans Vlahovic. Gegn Bologna lagði Vlahovic upp mark fyrir Kostic áður en Vlahovic sjálfur tvöfaldaði forystuna. Í síðari hálfleik innsiglaði svo Arek Milik sigurinn með flottu marki. Um helgina á Juventus svo AC Milan á útivelli. EF sá leikur vinnst, er heldur betur hægt að gera ráð fyrir Juventus í toppbaráttunni. Við höfum áður séð Juventus byrja tímabil illa, áður en þeir birtast allt í einu í toppbaráttuna bakdyramegin. Í toppbaráttunni auk Napoli finnum við ólíkindatólin Udinese og Atalanta. Udinese vann 1-2 sigur á Hellas Verona. Allir virðast bara vera að bíða eftir því að Udinese misstígi sig en þeir sýna ótrúlega seiglu og trú á verkefnið. Atalanta hins vegar hefur farið í gegnum ótrúlega endurnýjun í boði Gasperinis þjálfara. Eftir að hafa verið eitt fallegasta sóknarlið deildarinnar undanfarin ár er liðið nú farið að spila dúndrandi varnarleik. Aðeins þrjú mörk hefur liðið fengið á sig í deildinni í fyrstu átta leikjunum. Um helgina vannst enn einn 1-0 sigurinn, í þetta skiptið á Fiorentina á heimavelli. Á botni deildarinnar finnum við hins vegar lið Sampdoria sem tapaði 3-0 gegn nýliðum Monza um helgina. Tapið varð dopinn sem fyllti mælinn því Marco Giampaolo þjálfari liðsins var rekinn strax eftir leik og Dejan Stankovic hefur verið ráðinn eftirmaður hans. Stankovic bíður ærið verkefni enda er liðið lánlaust á botninum með aðeins 2 stig eftir átta leiki.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira