Árásarmaðurinn í Kanada einn að verki og myrti bróður sinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 08:57 Bræðurnir Damien (31 árs) og Myles Sanderson (32 ára) voru í fyrstu taldir hafa framið morðin saman. Nú segir lögreglan að Myles hafi verið einn að verki og drepið bróður sinn. Vísir/Getty Kanadíska lögreglan segir nú að karlmaður sem stakk ellefu manns til bana í Saskatchewan í síðasta mánuði hafi verið einn að verki. Hann hafi einnig myrt bróður sinn sem var í fyrstu talinn hafa tekið þátt í morðæðinu. Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti. Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti.
Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33