Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2022 12:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur. Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur.
Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira