Múmínbollasafnið nálgast sjöunda tug Vogue fyrir heimilið 6. október 2022 11:20 „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki." Erna Hrund Hermannsdóttir er forfallinn múmínbollasafnari. „Fallega hluti á að nota. Þetta eru kaffibollar heimilisins, hvort sem þeir eru metnir á tugi þúsunda eða ekki. Ég nota dýrasta bollann minn í vinnunni og þegar vinnufélagarnir komust að því hvað hann kostaði spurðu þau hvað ég væri eiginlega að hugsa en ég er bara að drekka úr honum kaffi, til þess er hann,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, eldheitur múmínaðdáandi og forfallinn safnari. Erna á hátt í sjötíu múmínbolla og auk þeirra leynist í skápunum safn af múmíndiskum, múmínskálum, múmínskeiðum og jólavörum úr múmínlínunni. Erna vandar valið á bolla fyrir morgunkaffið og lætur skapið ráða. „Börnin mín eiga múmíndót og við horfum reglulega á múmínteiknimyndirnar. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki. Ég hef farið til Finnlands og skoðað allt hjá Múmín og var meira að segja í samstarfi við þau í Finnlandi um tíma. Mig dreymir um að fara með krakkana út í Múmínland, ég veit ekki hvert okkar myndi skemmta sér betur, þau eða ég.“ Eins og sönnum safnara sæmir fylgir Erna Hrund hópum múmínsafnara á samfélagsmiðlum, það sé eðli safnara að deila hvert með öðru og spjalla um munina. Hún á einnig „múmínvinkonu“ sem hún hefur samið sérstaklega við um sjaldgæfan bolla. „90 ára amma barnsföður míns er finnsk og einstaklega skemmtileg. Við deilum þessu áhugamáli og æsum hvora aðra upp. Ég keypti einu sinni sinn hvorn bollann handa okkur tveim sem framleiddir voru í mjög takmörkuðu upplagi og innan í tíunda hverjum þeirra var mynd af gleraugum. Hún fékk bollann með gleraugunum og er búin að lofa mér honum eftir sinn dag,“ segir Erna. Hún leiti uppi sjaldgæfa múmínbolla á netinu og fylgist alltaf spennt með þegar nýr bolli er gefinn út. „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla." „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla. Svo skoða ég gömlu bollana og ef ég sé einhvern fallegan leita ég hann uppi á netinu. Ég keypti eintak af upprunalega bollanum á eBay fyrir tugi þúsunda fyrir nokkrum árum. Ég segi manninum mínum ekkert alltaf hvað þeir kosta,“ bætir hún við hlæjandi. Bollarnir haldi þó verðmæti sínu. „Ég á alla vetrarbollana langt aftur í tímann en þeir eru mjög verðmætir í dag. Það kemur nýr vetrarbolli út á morgun, 7. október, sjúklega flottur og ég er orðin mjög spennt. Ég á afmæli í október og veit að ég fæ hann,“ segir Erna hress. Bollasafnið geymir hún að sjálfsögðu uppi við í hillu svo hægt sé að njóta þess. „Ég hef mjög gaman af því að raða bollunum upp. Svo vel ég mér bolla fyrir morgunkaffið eftir því hvernig skapið er þann daginn. Mér er alls ekki sama og pæli mikið í hvaða bolli á best við,“ segir Erna. Múmínbollarnir séu einnig hin fullkomna tækifærisgjöf því alltaf sé hægt að finna einhvern viðeigandi bolla fyrir þann sem á að fá gjöfina. Snabbi er í sérstöku uppáhaldi hjá Ernu Hrund. „Svo eru þeir í fullkominni stærð, alveg passlegir fyrir kaffi, te og kakó og líka á passlegu verði. Ég bæti oft kakódufti og sykurpúðum við og gef með sem tilbúinn skammt í bollann,“ segir Erna. En hver ætli sé uppáhalds karakterinn hennar? „Það er erfitt að gera upp á milli en ég segi Snabbi, sá sem lítur út eins og kengúra en er það ekki.“ Múmínvörurnar fást í Vogue fyrir heimilið . Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Erna á hátt í sjötíu múmínbolla og auk þeirra leynist í skápunum safn af múmíndiskum, múmínskálum, múmínskeiðum og jólavörum úr múmínlínunni. Erna vandar valið á bolla fyrir morgunkaffið og lætur skapið ráða. „Börnin mín eiga múmíndót og við horfum reglulega á múmínteiknimyndirnar. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki. Ég hef farið til Finnlands og skoðað allt hjá Múmín og var meira að segja í samstarfi við þau í Finnlandi um tíma. Mig dreymir um að fara með krakkana út í Múmínland, ég veit ekki hvert okkar myndi skemmta sér betur, þau eða ég.“ Eins og sönnum safnara sæmir fylgir Erna Hrund hópum múmínsafnara á samfélagsmiðlum, það sé eðli safnara að deila hvert með öðru og spjalla um munina. Hún á einnig „múmínvinkonu“ sem hún hefur samið sérstaklega við um sjaldgæfan bolla. „90 ára amma barnsföður míns er finnsk og einstaklega skemmtileg. Við deilum þessu áhugamáli og æsum hvora aðra upp. Ég keypti einu sinni sinn hvorn bollann handa okkur tveim sem framleiddir voru í mjög takmörkuðu upplagi og innan í tíunda hverjum þeirra var mynd af gleraugum. Hún fékk bollann með gleraugunum og er búin að lofa mér honum eftir sinn dag,“ segir Erna. Hún leiti uppi sjaldgæfa múmínbolla á netinu og fylgist alltaf spennt með þegar nýr bolli er gefinn út. „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla." „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla. Svo skoða ég gömlu bollana og ef ég sé einhvern fallegan leita ég hann uppi á netinu. Ég keypti eintak af upprunalega bollanum á eBay fyrir tugi þúsunda fyrir nokkrum árum. Ég segi manninum mínum ekkert alltaf hvað þeir kosta,“ bætir hún við hlæjandi. Bollarnir haldi þó verðmæti sínu. „Ég á alla vetrarbollana langt aftur í tímann en þeir eru mjög verðmætir í dag. Það kemur nýr vetrarbolli út á morgun, 7. október, sjúklega flottur og ég er orðin mjög spennt. Ég á afmæli í október og veit að ég fæ hann,“ segir Erna hress. Bollasafnið geymir hún að sjálfsögðu uppi við í hillu svo hægt sé að njóta þess. „Ég hef mjög gaman af því að raða bollunum upp. Svo vel ég mér bolla fyrir morgunkaffið eftir því hvernig skapið er þann daginn. Mér er alls ekki sama og pæli mikið í hvaða bolli á best við,“ segir Erna. Múmínbollarnir séu einnig hin fullkomna tækifærisgjöf því alltaf sé hægt að finna einhvern viðeigandi bolla fyrir þann sem á að fá gjöfina. Snabbi er í sérstöku uppáhaldi hjá Ernu Hrund. „Svo eru þeir í fullkominni stærð, alveg passlegir fyrir kaffi, te og kakó og líka á passlegu verði. Ég bæti oft kakódufti og sykurpúðum við og gef með sem tilbúinn skammt í bollann,“ segir Erna. En hver ætli sé uppáhalds karakterinn hennar? „Það er erfitt að gera upp á milli en ég segi Snabbi, sá sem lítur út eins og kengúra en er það ekki.“ Múmínvörurnar fást í Vogue fyrir heimilið .
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira