Þrá að komast í skóla á Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2022 21:00 Systinin Aleph Salinas, Hannah Salinas og Jhasua Salinas eru á aldrinum átta til tíu ára og bíða nú eftir því að fá boð um skólavist. Vísir/Steingrímur Dúi Tugir barna á flótta fylla leikherbergi Hjálpræðishersins flesta daga. Þar njóta þau þess að hitta jafnaldrana meðan þau bíða eftir því að komast í skóla en sumum finnst biðin frekar löng. Á hverjum degi kemur fjöldi fólks í húsnæðis Hjálpræðishersins til að fá sér hádegismat og spjalla. Á meðal þeirra er þrjú systkini á aldrinum átta til tíu ára frá Kólumbíu sem komu til Íslands ásamt foreldrum sínum í von um betra líf. Flestir dagar eru frekar svipaðir hjá þeim en þau dreymir um að komast inn í skóla hér á landi og kynnast jafnöldrum sínum. „Það er rúmlega þrjú hundruð manns sem kemur og borðar á hverjum virkum degi og núna 10% af þeim sem að fá ekki leyfi eða pláss í skólanum,“ segir Ester Ellen Nelson prestur hjá Hjálpræðishernum. Ester Ellen Nelson prestur hjá Hjálpræðishernum segir biðina langa hjá sumum barnanna.Vísir/Steingrímur Dúi Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, sem tekur þátt í móttöku flóttamanna, eru hátt í fimmtíu börn í þessari stöðu skráð hjá þeim. Um helmingur hefur beðið stutt eða innan við fjórar vikur en sum þeirra lengur. Börnin eru þó fleiri hér á landi því þegar börnin fá dvalarleyfi færist mál þeirra yfir til sveitarfélaganna og þar eru líka börn sem bíða. Í reglugerð um útlendinga er fjallað um menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd. Þar er sagt að tryggja eigi þeim menntun og að leitast skuli við að þau séu komin í skóla innan 12 vikna frá umsókn um alþjóðlega vernd. Dæmi eru þó um að slíkt takist ekki alltaf. Ester segist til að mynda hafa rætt við unglinga um daginn sem voru að bíða eftir að fá boð um skólavist. Fjölskylda þeirra hafði þá verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldunni var fyrst sagt að skólavistin strandaði á því að þau væru ekki komnir með kennitölu. Þegar hún var svo komin var þeim sagt að þau þyrftu að vera komin með íbúð. Þannig upplifa sumir í þessari stöðu að kerfið sé flókið og erfitt að leita sér upplýsinga. Þeirra á meðal er þriggja manna fjölskylda frá Venesúela en átta ára dóttir þeirra segir flesta daga eins. „Eftir að ég vakna fer ég í bað og reyni svo á hverjum degi að leika mér með vinum mínum,“ segir Abby Rodriguez. Þá hafa sum barnanna fengið að mæta á íþróttaæfingar. Þrátt fyrir að komast ekki í skóla eru börnin flest nokkuð hrifin af Íslandi. „Mér líkar við Ísland því það er fallegur staður og falleg mannlíf og á daginn fæ ég að spila fótbolta,“ Rodrigo Galeno. Krakkar Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Á hverjum degi kemur fjöldi fólks í húsnæðis Hjálpræðishersins til að fá sér hádegismat og spjalla. Á meðal þeirra er þrjú systkini á aldrinum átta til tíu ára frá Kólumbíu sem komu til Íslands ásamt foreldrum sínum í von um betra líf. Flestir dagar eru frekar svipaðir hjá þeim en þau dreymir um að komast inn í skóla hér á landi og kynnast jafnöldrum sínum. „Það er rúmlega þrjú hundruð manns sem kemur og borðar á hverjum virkum degi og núna 10% af þeim sem að fá ekki leyfi eða pláss í skólanum,“ segir Ester Ellen Nelson prestur hjá Hjálpræðishernum. Ester Ellen Nelson prestur hjá Hjálpræðishernum segir biðina langa hjá sumum barnanna.Vísir/Steingrímur Dúi Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, sem tekur þátt í móttöku flóttamanna, eru hátt í fimmtíu börn í þessari stöðu skráð hjá þeim. Um helmingur hefur beðið stutt eða innan við fjórar vikur en sum þeirra lengur. Börnin eru þó fleiri hér á landi því þegar börnin fá dvalarleyfi færist mál þeirra yfir til sveitarfélaganna og þar eru líka börn sem bíða. Í reglugerð um útlendinga er fjallað um menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd. Þar er sagt að tryggja eigi þeim menntun og að leitast skuli við að þau séu komin í skóla innan 12 vikna frá umsókn um alþjóðlega vernd. Dæmi eru þó um að slíkt takist ekki alltaf. Ester segist til að mynda hafa rætt við unglinga um daginn sem voru að bíða eftir að fá boð um skólavist. Fjölskylda þeirra hafði þá verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldunni var fyrst sagt að skólavistin strandaði á því að þau væru ekki komnir með kennitölu. Þegar hún var svo komin var þeim sagt að þau þyrftu að vera komin með íbúð. Þannig upplifa sumir í þessari stöðu að kerfið sé flókið og erfitt að leita sér upplýsinga. Þeirra á meðal er þriggja manna fjölskylda frá Venesúela en átta ára dóttir þeirra segir flesta daga eins. „Eftir að ég vakna fer ég í bað og reyni svo á hverjum degi að leika mér með vinum mínum,“ segir Abby Rodriguez. Þá hafa sum barnanna fengið að mæta á íþróttaæfingar. Þrátt fyrir að komast ekki í skóla eru börnin flest nokkuð hrifin af Íslandi. „Mér líkar við Ísland því það er fallegur staður og falleg mannlíf og á daginn fæ ég að spila fótbolta,“ Rodrigo Galeno.
Krakkar Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32
Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51