Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 16:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Pablo Hernández, leikmaður Þórs. Samsett/Vísir Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira