„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 13:01 Frá síðasta tímabili eru aðeins þeir Nicholas Satchwell og Einar Rafn Eiðsson að spila fyrir KA á þessari leiktíð en Ólafur Gústafsson snýr væntanlega aftur eftir áramót, þegar hann jafnar sig af meiðslum. Stöð 2 Sport Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan. Olís-deild karla KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan.
Olís-deild karla KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira