„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 13:01 Frá síðasta tímabili eru aðeins þeir Nicholas Satchwell og Einar Rafn Eiðsson að spila fyrir KA á þessari leiktíð en Ólafur Gústafsson snýr væntanlega aftur eftir áramót, þegar hann jafnar sig af meiðslum. Stöð 2 Sport Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan. Olís-deild karla KA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan.
Olís-deild karla KA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira