„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2022 07:02 Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. „Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
„Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn