Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 21:42 Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn Niemann. Chess24.com Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Wall Street Journal greinir frá því að samkvæmt skýrslu Chess.com hafi skákmaðurinn játað ásakanirnar við stjórnendur vefsíðunnar á sínum tíma og verið settur í tímabundið bann frá skáksíðunni í kjölfarið. Í skýrslunni eru skjáskot af samskiptum Niemann og stjórnenda Chess.com. Niemann á meðal annars að hafa svindlað á móti rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi, sem keppti við Magnus Carlsen um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Skýrslan er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Carlsen hætti keppni í tvígang Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu í byrjun september þar sem hann keppti á móti Niemann. Orðrómar fóru fljótlega á kreik um að Carlsen hafi talið Niemann hafa verið að svindla. Skömmu síðar tefldu þeir aftur og gaf Carlsen skákina án taflmennsku í mótmælaskyni. Fyrir rúmri viku sendi heimsmeistarinn loks frá sér skýra yfirlýsingu þar sem hann sakaði Niemann um enn meira svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira
Wall Street Journal greinir frá því að samkvæmt skýrslu Chess.com hafi skákmaðurinn játað ásakanirnar við stjórnendur vefsíðunnar á sínum tíma og verið settur í tímabundið bann frá skáksíðunni í kjölfarið. Í skýrslunni eru skjáskot af samskiptum Niemann og stjórnenda Chess.com. Niemann á meðal annars að hafa svindlað á móti rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi, sem keppti við Magnus Carlsen um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Skýrslan er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Carlsen hætti keppni í tvígang Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu í byrjun september þar sem hann keppti á móti Niemann. Orðrómar fóru fljótlega á kreik um að Carlsen hafi talið Niemann hafa verið að svindla. Skömmu síðar tefldu þeir aftur og gaf Carlsen skákina án taflmennsku í mótmælaskyni. Fyrir rúmri viku sendi heimsmeistarinn loks frá sér skýra yfirlýsingu þar sem hann sakaði Niemann um enn meira svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira
Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29
Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. 19. september 2022 08:35
Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00