Sem upplýsingafulltrúi mun Þórgnýr meðal annars sjá um upplýsingamiðlun, samfélagsmiðla og samskipti við fjölmiðla fyrir hönd bandalagsins.
Síðustu átta ár hefur Þórgnýr starfað við blaða- og fréttamennsku, fyrst hjá Fréttablaðinu, svo hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi og nú síðast hjá RÚV. Þórgnýr er með BA-gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.
„Ég er ákaflega spenntur fyrir því að hefjast handa og vinna með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá ÖBÍ að fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum,“ er haft eftir Þórgný í tilkynningu.