Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við fréttastofu að lítið sé hægt að upplýsa um málið að svo stöddu.
Hún segir að í ljós ætti að koma í kvöld hvort Héraðsdómur Norðurlands eystra fallist á kröfuna um gæsluvarðhald yfir fólkinu. Fjórir voru handteknir vegna málsins í nótt.
Aðspurð segir Gígja að hinn látni hafi verið gestkomandi í húsinu þar sem hann fannst látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða fjölbýlishús við Ólafsveg á Ólafsfirði.
Aðspurð segir Gígja að einn til viðbótar hafi verið fluttur á slysadeild með stungusár.