Sport

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann

Valur Páll Eiríksson skrifar
DK Metcalf
DK Metcalf Skjáskot

Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Mikið var grínast með Metcalf á samfélagsmiðlum eftir atvikið í gær, þar sem því var velt upp hvort að ástæðan hefði raunverulega verið þessi. Hann hreinsaði loftið á Twitter og staðfesti að svo væri - hann hafi þurfti að fá far á sjúkrabörubílnum þar sem hann hefði ekki getað haldið í sér ef hann hefði gengið af velli.

„Þetta herpta labb hefði aldrei gengið,“ sagði Metcalf á Twitter. Hann ræddi þá einnig við blaðamenn vestanhafs.

„Ég meina, mér var virkilega illt,“ sagði Metcalf. „Það var í rauninni málið. Ég var með magapínu og það þurfti að ganga í verkið,“.

Metcalf greip sjö sendingar fyrir 149 stikum í leiknum, sem allt var áður en hann fór af velli. Seattle vann leikinn 48-45, en ekki hefur verið skorað eins mikið í neinum leik á leiktíðinni til þessa. Um var að ræða annan sigur Seattle í vetur en liðið hefur einnig tapað tveimur.

Farið verður yfir umferðina í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá klukkan 21:50.

Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×