Kjóll Bellu var ekki tilbúinn þegar sýningin hófst. Áhorfendur fengu svo að sjá kjólinn verða til á miðjum sýningarpallinum. Fyrirsætan kom fram á nærbuxunum einum klæða.

Spreybrúsar voru svo notaðir til þess að búa til hvítan kjól á hana. Nokkrir listamenn tóku þátt í að skapa kjól Coperni og í lokin var hann klipptur til og mótaður. Þegar kjóllinn var klár gekk Hadid eftir sýningarpallinum og sýndi hann.



Það má segja að þetta hafi verið sögulegt augnablik í tískuheiminum, enda ný tækni sem ekki hefur verið notuð með þessum hætti áður. Vogue birti stutt myndband frá sýningunni.