Elín Metta er hætt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 07:30 Elín Metta Jensen skoraði 16 mörk í 62 A-landsleikjum og varð til að mynda markahæst í íslenska liðinu í undankeppni síðasta Evrópumóts. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM. Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04
Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30