Fyrr í dag, á sunnudagsmorgun bárust fregnir af háskolanemum sem hrópuðu níðsöngva um Ali Khamenei æðsta leiðtoga Írans. Síðar var greint frá því að Íranskar öryggissveitir hefðu lokað fyrir aðgengi að háskólasvæðinu og hafið skothríð á hóp mótmælenda, ásamt því að beita táragasi. Jerusalem Post greinir frá þessu.
#UPDATE
— Heshmat Alavi (@HeshmatAlavi) October 2, 2022
Oct 2—Tehran, #Iran
More images of Sharif University of Technology being targeted by security forces tonight.#IranRevolution #MahsaAmini #مهسا_امینی pic.twitter.com/rEzO0sMGSC
فوری
— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 2, 2022
صدای تیراندازی، ورودی شمالی دانشگاه شریف
از وضعیت دانشجوهای بازداشتی تو پارکینگ خبری نیست؛ مردم جمع شدن جلوی در اصلی#مهسا_امینی pic.twitter.com/YQQ5IpPZUA
Á myndbandi sem birt var á Twitter má sjá stúdenta flýja öryggissveitir. Fleiri myndbönd sýna sveitirnar skjóta í átt að mannfjöldanum á háskólasvæðinu.
Fleiri bættust í hópinn með degi og lýstu mótmændur áhyggjum af því að hörmungar á stúdentamótmælum á árinu 1999 gætu endurtekið sig.
Írönsk yfirvöld hafa jafnframt lokað fyrir internetið í landinu og lögregla hefur beitt mikilli hörku. Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í að torvelda mótmælendum samskipti hafa myndbönd af fólki, sem sýna lögreglu beita fólk ofbeldi í mótmælunum, verið í dreifingu á samfélagsmiðlunum Instagram og Whatsapp.