„Við náðum að sigla þessu í land og gera vel“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2022 21:12 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur í leikslok Vísir: Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu ÍA 3-2 í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í dag. „Mér fannst við spila vel. Ég hefði viljað halda boltanum stundum aðeins betur eða láta ganga betur. Við spiluðum vel, fengum góð færi í fyrri hálfleik, skot í stöng og skorum tvö góð mörk. Þetta var spurning um að vera þolinmóðir og brjóta þá niður. Skagamenn berjast og þeir eru með fljóta menn fram á við þannig að við þurftum að passa upp á það. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og nýta færin vel sem er mikilvægt. Þetta var mjög góður sigur hjá strákunum.“ Sigurði fannst leikskipulagið ganga ágætlega en fór yfir með sínum mönnum í hálfleik hvað mætti gera betur. „Það gekk ágætlega það sem við lögðum upp með og auðvitað getur maður alltaf gert betur og við fórum yfir það í hálfleik hvað við vildum gera betur. Skaginn kom til baka og liðin eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það að þeir kæmu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við náðum að sigla þessu í land og gera vel, ég er mjög ánægður.“ Sigurður vill að Keflavík haldi áfram þessum dampi og sýni sig og sanni að þeir eigi heima í efri hlutanum. „Núna er recovery og að ná sér. Við tökum létta æfingu á morgun og svo góða æfinga viku. Svo að mæta í næsta leik og að halda áfram þessum dampi. Það getur verið áskorun að halda sér mótiveruðum. Við erum í sjöunda sæti og komnir í mjög góða stöðu en hver einasti leikur skiptir máli fyrir okkur. Við viljum vera lang besta liðið í neðri hlutanum til þess að sýna og sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima í efri hlutanum og þangað stefnum við á næsta ári.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Ég hefði viljað halda boltanum stundum aðeins betur eða láta ganga betur. Við spiluðum vel, fengum góð færi í fyrri hálfleik, skot í stöng og skorum tvö góð mörk. Þetta var spurning um að vera þolinmóðir og brjóta þá niður. Skagamenn berjast og þeir eru með fljóta menn fram á við þannig að við þurftum að passa upp á það. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og nýta færin vel sem er mikilvægt. Þetta var mjög góður sigur hjá strákunum.“ Sigurði fannst leikskipulagið ganga ágætlega en fór yfir með sínum mönnum í hálfleik hvað mætti gera betur. „Það gekk ágætlega það sem við lögðum upp með og auðvitað getur maður alltaf gert betur og við fórum yfir það í hálfleik hvað við vildum gera betur. Skaginn kom til baka og liðin eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það að þeir kæmu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við náðum að sigla þessu í land og gera vel, ég er mjög ánægður.“ Sigurður vill að Keflavík haldi áfram þessum dampi og sýni sig og sanni að þeir eigi heima í efri hlutanum. „Núna er recovery og að ná sér. Við tökum létta æfingu á morgun og svo góða æfinga viku. Svo að mæta í næsta leik og að halda áfram þessum dampi. Það getur verið áskorun að halda sér mótiveruðum. Við erum í sjöunda sæti og komnir í mjög góða stöðu en hver einasti leikur skiptir máli fyrir okkur. Við viljum vera lang besta liðið í neðri hlutanum til þess að sýna og sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima í efri hlutanum og þangað stefnum við á næsta ári.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 3-2| Á slóðum björgunarafreka Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik úrslitakeppninar. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík. Umfjöllun og viðtöl væntanleg seinna í kvöld. 2. október 2022 14:15