Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 16:48 Sergio Perez fagnaði sigri í Singapúr í dag. Edmond So/Eurasia Sport Images/Getty Images Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin. Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi. Akstursíþróttir Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi.
Akstursíþróttir Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira