Leikskólinn Brákarborg á langt í land með að vera tilbúinn, þrátt fyrir að hafa hafið störf og tekið við nemendum í ágúst. Leikskólastjóri segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir börnum í yngsta aldurshópi sem eru nú í aðlögun í miðjum framkvæmdum.
Við tökum einnig stöðuna á forsetakosningum í Brasilíu sem fara fram í dag. Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin muni hafna Jai Bolsonaro, hinum umdeilda forseta, og bjóða fyrrverandi forseta velkominn á ný.
Þetta og margt fleir aí hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.