Lyman sýni að innlimunin sé farsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 10:17 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. „Úkraínski fáninn flýgur yfir Lyman,“ sagði Selenskí í ávarpi seint í gærkvöldi. Hann bætti við að á undanfarinni viku hefðu úkraínskum fánum fjölgað á Donbas-svæðinu og eftir viku yrðu þeir enn fleiri. „Fáni okkar verður alls staðar,“ sagði Selenskí. Ráðgjafi Selenskís segir Rússa hafa misst um 1.500 hermenn í Lyman. Þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar og þar að auki liggja engar upplýsingar fyrir um mannfall meðal Úkraínumanna. Selenskí sjálfur birti stutt myndband klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma, þar sem hann sagði Úkraínumenn hafa náð fullri stjórn á Lyman. Hingað til hefur verið óljóst hvort margir rússneskir hermenn hafi verið skildir eftir í borginni þegar rússneski herinn hörfðaði þaðan. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti formlega yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn. Það gerði hann í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í snatri eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Ráðamenn í Rússlandi og leppstjórar þeirra á hernumdum svæðum í Úkraínu segja nánast alla íbúa hafa valið innlimun í Rússland. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Í ávarpi sínu í gær sagði Selenskí að þessi atkvæðagreiðsla hefði verið sjónarspil Í fyrsta lagi hefðu flestir íbúar svæðisins flúið undan hersveitum Rússlands og margir af þeim sem urðu eftir greiddu atkvæði undir eftirliti rússneskra embættismanna og vopnaðra hermanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leppstjórar hans í Úkraínu á tónleikum í Moskvu á föstudaginn þar sem haldið var upp á innlumun Rússa á stórum hluta Úkraínu.AP/Sergei Karpukhin Sagðir hafa náð árangri í Kherson Fregnir hafa borist af því að Úkraínumönnum hafi einnig vegnað vel í Kherson-héraði í suðurhluta landsins á undanförnum dögum og sérstaklega í nótt. Úkraínumenn hófu umfangsmikla gagnárás gegn Rússum í héraðinu í sumar en í aðdraganda hennar eru Rússar sagðir hafa flutt margar af sínum reyndustu og bestu hersveitum á svæðið norður af Dniproá. Sókn Úkraínumanna þar er sögð hafa verið verulega kostnaðarsöm og víglínurnar hafa oft lítið hreyfst yfir löng tímabil. Þá hafa Úkraínumenn reynt að einangra rússneska hermenn á norðubakka Dnipro með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Nú hafa borist fregnir af því að Úkraínumönnum hafi tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa Á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af því hvernig staðan var í gær. Úkraínumenn eru sagðir hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í austurhluta Kherson og munu þeir hafa sótt til suðurs með Dniproá og frelsað nokkrar byggðir þar. Southern Axis Update:#Ukrainian military officials reiterated on October 1 that Ukrainian troops are continuing to conduct counter-offensive operations in #Kherson Oblast and setting conditions for future advances in various areas along the frontline.https://t.co/3w0ZUI6XUv pic.twitter.com/6kaf8ggxIS— ISW (@TheStudyofWar) October 2, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Úkraínski fáninn flýgur yfir Lyman,“ sagði Selenskí í ávarpi seint í gærkvöldi. Hann bætti við að á undanfarinni viku hefðu úkraínskum fánum fjölgað á Donbas-svæðinu og eftir viku yrðu þeir enn fleiri. „Fáni okkar verður alls staðar,“ sagði Selenskí. Ráðgjafi Selenskís segir Rússa hafa misst um 1.500 hermenn í Lyman. Þær tölur hafa þó ekki verið staðfestar og þar að auki liggja engar upplýsingar fyrir um mannfall meðal Úkraínumanna. Selenskí sjálfur birti stutt myndband klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma, þar sem hann sagði Úkraínumenn hafa náð fullri stjórn á Lyman. Hingað til hefur verið óljóst hvort margir rússneskir hermenn hafi verið skildir eftir í borginni þegar rússneski herinn hörfðaði þaðan. Sjá einnig: Lyman er í höndum Úkraínumanna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti formlega yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn. Það gerði hann í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í snatri eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Ráðamenn í Rússlandi og leppstjórar þeirra á hernumdum svæðum í Úkraínu segja nánast alla íbúa hafa valið innlimun í Rússland. Sjá einnig: Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Í ávarpi sínu í gær sagði Selenskí að þessi atkvæðagreiðsla hefði verið sjónarspil Í fyrsta lagi hefðu flestir íbúar svæðisins flúið undan hersveitum Rússlands og margir af þeim sem urðu eftir greiddu atkvæði undir eftirliti rússneskra embættismanna og vopnaðra hermanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leppstjórar hans í Úkraínu á tónleikum í Moskvu á föstudaginn þar sem haldið var upp á innlumun Rússa á stórum hluta Úkraínu.AP/Sergei Karpukhin Sagðir hafa náð árangri í Kherson Fregnir hafa borist af því að Úkraínumönnum hafi einnig vegnað vel í Kherson-héraði í suðurhluta landsins á undanförnum dögum og sérstaklega í nótt. Úkraínumenn hófu umfangsmikla gagnárás gegn Rússum í héraðinu í sumar en í aðdraganda hennar eru Rússar sagðir hafa flutt margar af sínum reyndustu og bestu hersveitum á svæðið norður af Dniproá. Sókn Úkraínumanna þar er sögð hafa verið verulega kostnaðarsöm og víglínurnar hafa oft lítið hreyfst yfir löng tímabil. Þá hafa Úkraínumenn reynt að einangra rússneska hermenn á norðubakka Dnipro með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Nú hafa borist fregnir af því að Úkraínumönnum hafi tekist að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa Á meðfylgjandi korti frá hugveitunni Institute for the study of war má sjá grófa mynd af því hvernig staðan var í gær. Úkraínumenn eru sagðir hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í austurhluta Kherson og munu þeir hafa sótt til suðurs með Dniproá og frelsað nokkrar byggðir þar. Southern Axis Update:#Ukrainian military officials reiterated on October 1 that Ukrainian troops are continuing to conduct counter-offensive operations in #Kherson Oblast and setting conditions for future advances in various areas along the frontline.https://t.co/3w0ZUI6XUv pic.twitter.com/6kaf8ggxIS— ISW (@TheStudyofWar) October 2, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43
Afhjúpuðu enn meiri hrylling Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. 1. október 2022 19:37
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09