Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 07:44 Óeirðirnar brutust út á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Hendra Permana/AP Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils. Indónesía Fótbolti Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira