Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 11:26 Vilhjálmur hefur varið fjölmarga sem sætt hafa stífu eftirliti lögregluyfirvalda. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14