Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 10:26 Slökkviliðsmaðurinn á rétt á bótum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað. Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem dæmdi í máli mannsins gegn Isavia og Verði, tryggingarfélagi Isavia. Þar með sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem hafði sýknað Isavia og tryggingarfélagið af kröfum mannsins á síðasta ári. Málið má rekja til þess að í október 2015 slasaðist slökkviliðsmaðurinn í þrekprófi. Hrasaði hann og féll aftur fyrir sig með áttatíu kílóa æfingabrúðu í fanginu og súrefniskút á bakinu. Lýsti maðurinn því að morgni þrekprófsins hafi prófstjóri komið að sér fyrirvararlaust og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Afleiðingar slyssins urðu þær að slökkviliðsmaðurinn varð óvinnufær og lét skömmu síðar af störfum hjá Isavia. Hann hafði starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið og reglulega farið í þrekpróf. Undanfarin ár hafði hann hins vegar ekki tekið slíkt próf vegna hnémeiðsla. Landsréttur telur ljóst að Isavia hafi ekki fylgt eigin verklagi við framkvæmd þrekprófsins.Vísir/Vilhelm Þá hafði hann frá árinu 2004 glímt við bakmeiðsli. Í dómi Landsréttar er vísað í að samkvæmt reglum Isavia um þrekpróf mega starfsmenn ekki fara í slík próf nema að undangenginni læknisskoðun, og þá innan sex mánaða frá því að hún fór fram. Ekki hægt að útiloka að læknisskoðun hefði leitt í ljós að maðurinn væri ófær um að taka prófið Í dómi Landsréttar segir að við framkvæmd umrædds þrekprófs hafi verið brotið gegn þeirri reglu. Ekki sé hægt að útiloka, miðað við skýrslu heimilislæknis mannsins frá árinu 2015, að komið hefði í ljós við læknisskoðun að slökkviliðsmaðurinn hefði ekki verið fær til að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Telur Landsréttur því að Isavia sem vinnuveitandi mannsins að bera hallann af því að hafa verið skyldaður til að taka þrekpróf án þess að ný læknisskoðun færi fram. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins um að bótaskylda Isavia og tryggingarfélags þess væri viðurkennd. Þá þurfa Isavia og tryggingafélagið að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað.
Dómsmál Slökkvilið Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira