„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 08:25 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur stutt dyggilega við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, jafnvel þótt hún hafi haft samband við Heimi Hallgrímsson. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð