Fellibylnum hafa fylgt gríðarleg flóð svo fólk hefur verið innlyksa í húsum sínum. Staðfest er að einn er látinn en óttast er talan sé mun hærri. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að bandaríska þjóðin væri í sárum, þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Hann sagði að óttast væri að Ian muni reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Þá sagði forsetinn að hann myndi heimsækja Flórída þegar það verður öruggt.

AP fréttaveitan hefur eftir Carmine Marceno, lögreglustjóranum í Lee-sýslu í Flórída að íbúar sýslunnar hringdu eftir aðstoð lögreglu í þúsundatala. Hann óttast að fjöldi látinna verði talinn með þriggja stafa tölu þegar yfir lýkur. „Þetta kremur okkur. Við höfum ekki enn komist að öllum þeim sem óskað hafa eftir aðstoð,“ segir hann.
Vísir tók í dag saman myndskeið sem sýna hversu gríðarlegri eyðileggingu Ian hefur valdið í Flórída: