Sjáðu Vitor fljúga inn í úrslit: „Ég veit að Matthías er brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 12:01 Vitor Charrua sýndi stáltaugar í gærkvöld og vann afar öruggan sigur. Stöð 2 Sport Vitor Charrua vann óvæntan en afar sannfærandi sigur á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Hann skellti meðal annars Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Matthíasi Erni Friðrikssyni, 3-0. Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember. Pílukast Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember.
Pílukast Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni