Í dag var greint frá því að drottningin hafi tekið þessa ákvörðun en breytingin tekur gildi þann 1. janúar á næsta ári. Breytingin nær bæði til barnanna sem Jóakim, sonur drottningarinnar, á með Alexöndru greifynju, fyrrverandi eiginkonu sinni, og Marie prinsessu, núverandi eiginkonu.
Í samtali við BT fyrr í dag sagðist Alexandra ekkert skilja í ákvörðun fyrrverandi tengdamóður sinnar. Hún væri í sorgmædd og í áfalli. Að hennar sögn upplifi börnin sig vera útskúfuð.
Margrét sjálf tjáði sig um málið í kvöld þegar hún var gestur á samkomu á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Hún segist telja ákvörðunina munu hafa góð áhrif á börnin í framtíðinni.
„Ég hafði íhugað þetta í langan tíma. Þau hafa gott af þessu,“ sagði drottningin. Nú munu börnin geta lifað lífi sínu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af konunglegum skildum sínum.