Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 14:36 Danskt herskip í höfn í Borgundarhólmi. Rússnesku gasleiðslurnar fóru í sundur í Eystrasalti undan ströndum hólmsins í gær. Vísir/EPA Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Heimildarmenn þýska blaðsins Tagesspiegel innan þýsku ríkisstjórnarinnar hafa áhyggjur af því að Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar eigi eftir að tærast og skemmast varanlega ef sjór kemst inn í þær áður en hægt er að gera við þær. Þýska varnarmálaráðuneytið staðfesti í morgun að sjóherinn tæki þátt í rannsókninni. Eftirlit á þýsku hafsvæði verið aukið og varnir strandlengjunnar við Norðursjó og Eystrasalt efldar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Þá verða frekari öryggisráðstafanir gerðar við neðansjávarfjarskiptastrengi og gasleiðslur. Evrópusambandið telur að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum en jarðskjálftanemar námu tvær neðansjávarsprengingar í Eystrasalti í gær. Ráðamenn þar hafa þó ekki sakað rússnesk stjórnvöld beint um að standa að baki þeim. Jarðgas hefur verið bitbein Rússa og Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Evrópusambandið hefur sakað stjórnvöld í Kreml um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum. Nord Stream 1 hefur verið lokuð frá því í ágúst. Rússar segja það vegna viðhalds en Evrópuríki sökuðu þá um að stöðva flæði gass til að grafa undan samstöðu þeirra með Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segist með böggum hildar yfir lekunum. Ekki sé hægt að útiloka vísvitandi árás á leiðslurnar.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52