Korpuskóli skásti möguleikinn í afleitri stöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2022 11:55 Nemendahópar við Hagaskóla þurfa næstu vikurnar að sækja nám sitt í Grafarvogi á meðan viðeigandi ráðstafanir eru gerðar í brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Vísir/Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að nemendur í 8. bekk Hagaskóla verði í vikunni fluttir tímabundið í Korpuskóla í Grafarvogi. Þar mun kennsla fara fram í um 3-5 vikur á meðan leyst er úr brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Formaður Foreldrafélags Hagaskóla segir þetta skásta möguleikann í annars afleitri stöðu. Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“ Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“
Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01