Cara Loves Karl línan var kynnt á tískuvikunni í New York í byrjun september. Þar sem línan var sett í sölu til heiðurs Karl Lagerfeld heitins vakti fjarvera hennar á eigin viðburði mikla athygli. Leikkonan Margot Robbie, vinkona Cöru, sást þá koma grátandi út af heimili fyrirsætunnar sama dag.
Cara mætti á tískuvikuna í París í gær klædd í svartan jakka úr línunni. Um hálsinn og mittið var hún svo með belti merkt Karl Lagerfeld.
![](https://www.visir.is/i/093369647880BB550206E82B6D1F63313167376ACAF60A3E6396D244FDA88379_713x0.jpg)
Líkt og fjallað hefur verið um hér á Vísi hafa vinir og ættingjar fyrirsætunnar haft miklar áhyggjur af heilsu hennar. Myndir og myndbönd af henni fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hún virðist í miklu uppnámi.
Þrátt fyrir að Cara hafi forðast sviðsljósið undanfarið hefur hún þó kynnt línuna á samfélagsmiðlum.