Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2022 06:27 Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðunum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu. AP Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. Stjórnvöld í Rússlandi eru talin munu nýta atkvæðagreiðslunar sem réttlætingu fyrir innlimun á landsvæðunum, með svipuðum hætti og gert var með Krímskaga árið 2014. Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðslunar, segja ekkert að marka þær og sagt þær vera uppgerð. Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu. Í frétt BBC segir að flóttafólk sem dreift sé víða um Rússland, meðal annars á Krímskaga, hafi einnig staðið til boða að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Um fjórar milljónir manna eru sögð hafa staðið til boða að kjósa, en héruðin fjögur ná samanlagt yfir um fimmtán prósent landsvæðis Úkraínu. Fréttaveitur, sem reknar eru af stjórnum aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk segja nú frá því að allt að 99,23 prósent atkvæða hafi verið greidd með því að heyra undir Rússlandi. Því hefur verið velt upp að Vladimír Pútín Rússlandsforseti muni tilkynna um innlimun héraðanna fjögurra í ræðu á rússneska þinginu á föstudaginn. Árið 2014 tilkynnti Pútín um innlimun Rússa á Krímskaga í ræðu fáeinum dögum eftir að sambærileg þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin þar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði Atkvæðagreiðslum í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhizhia um innlimun svæðanna í Rússland lýkur í dag. Rússneskir miðlar segja kosningaþátttöku vera komna yfir 50 prósent, sem sérfræðingar segja lygi. 27. september 2022 12:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi eru talin munu nýta atkvæðagreiðslunar sem réttlætingu fyrir innlimun á landsvæðunum, með svipuðum hætti og gert var með Krímskaga árið 2014. Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðslunar, segja ekkert að marka þær og sagt þær vera uppgerð. Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu. Í frétt BBC segir að flóttafólk sem dreift sé víða um Rússland, meðal annars á Krímskaga, hafi einnig staðið til boða að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Um fjórar milljónir manna eru sögð hafa staðið til boða að kjósa, en héruðin fjögur ná samanlagt yfir um fimmtán prósent landsvæðis Úkraínu. Fréttaveitur, sem reknar eru af stjórnum aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk segja nú frá því að allt að 99,23 prósent atkvæða hafi verið greidd með því að heyra undir Rússlandi. Því hefur verið velt upp að Vladimír Pútín Rússlandsforseti muni tilkynna um innlimun héraðanna fjögurra í ræðu á rússneska þinginu á föstudaginn. Árið 2014 tilkynnti Pútín um innlimun Rússa á Krímskaga í ræðu fáeinum dögum eftir að sambærileg þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin þar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði Atkvæðagreiðslum í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhizhia um innlimun svæðanna í Rússland lýkur í dag. Rússneskir miðlar segja kosningaþátttöku vera komna yfir 50 prósent, sem sérfræðingar segja lygi. 27. september 2022 12:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56
Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði Atkvæðagreiðslum í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhizhia um innlimun svæðanna í Rússland lýkur í dag. Rússneskir miðlar segja kosningaþátttöku vera komna yfir 50 prósent, sem sérfræðingar segja lygi. 27. september 2022 12:25