Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 12:44 Mismiklar skemmdir urðu eftir íbúðum við Holtsveg í Urriðaholti. vísir/vilhelm Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar. Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus. Garðabær Orkumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus.
Garðabær Orkumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira