Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 12:44 Mismiklar skemmdir urðu eftir íbúðum við Holtsveg í Urriðaholti. vísir/vilhelm Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar. Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus. Garðabær Orkumál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Bilunin kom upp í kassanum síðdegis á föstudaginn. Íbúar í fjölda íbúða við Holtsveg urðu þá fyrst varir við truflanir í ljósum á heimilum sínum en stuttu síðar fóru raftæki að gefa sig. HS Veitur halda úti rafmagnskassanum sem bilaði en forstjórinn segir þetta í fyrsta skipti sem þeir sjá eitthvað sem þetta gerast. Kerfið í Urriðaholtinu er öðruvísi en annars staðar að ósk byggingaraðila þar. „Við höfum ekki lent í þessu áður og eins og ég segi, þetta er greinilega viðkvæmara með þessari útfærslu heldur en annars staðar, sem eitthvað þarf að kíkja á,“ segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna. vísir/HS Veitur Verið er að skoða hvað hægt sé að gera til að tryggja kerfið betur. Einn íbúi á Holtsvegi lýsti því í samtali við fréttastofu hvernig hann hefði orðið fyrir talsverðu tjóni vegna bilunarinnar. Nokkur heimilistæki hefðu skemmst og lyftan í stigagangi hans orðin óvirk. Hið sama væri uppi hjá mörgum öðrum í götunni, sumir meta tjónið á um milljón krónur en tæki eins og ísskápar, þvottavélar, sjónvörp og tölvur hafa skemmst. HS Veitum hefur borist fjöldi kvartana. „Þær eru að koma inn núna bara "by the minute" svona stöðugt að berast inn. Og ég reikna með að það geti verið um áttatíu til níutíu íbúðir án þess að við vitum það. Við vitum að það voru 118 íbúðir tengdar þessu og svo náttúrulega sameignir og svona þess utan,“ segir Júlíus. Hann getur ekki skotið á hvert heildartjónið sé en mun funda síðar í dag með tryggingarfélagi Veitna um næstu skref. Bilunin hafi ekki verið hættuleg fyrir fólk. „Hún á ekki að vera það. En það getur alltaf verið eitthvað svona frík dæmi en það á ekki að vera það,“ segir Júlíus.
Garðabær Orkumál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira