Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 09:31 Benjamin Kallman og Nikola Vukcevic í baráttunni í einum af pollunum á vellinum í Podgorica í gærkvöld. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira