Körfubolti

Kýldi samherja sinn í þrígang eftir tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salimatou Kourouma reynir að kýla Kamite Elisabeth Dabou.
Salimatou Kourouma reynir að kýla Kamite Elisabeth Dabou.

Það er ekki nóg með að ekkert gangi inni á vellinum hjá Malí á HM í körfubolta kvenna heldur virðist liðsandinn vera í molum.

Malí tapaði fyrir Serbíu, 81-68, á HM í gær. Þetta var fjórða tap Malíkvenna í jafn mörgum leikjum á mótinu og þær eru úr leik.

Á viðtalssvæðinu eftir leik réðist Salimatou Kourouma á samherja sinn, Kamite Elisabeth Dabou, og kýldi hana þrisvar sinnum.

Á sama tíma var Sasa Cado, leikmaður Serbíu, í viðtali við serbneska sjónvarpsstöð. Henni var greinilega brugðið þegar hún sneri sér við og sá leikmenn Malí slást. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Malí tapaði fyrir Kanada, 65-88, í lokaleik sínum á HM í morgun. Þrátt fyrir árásina í gær lék Kourouma leikinn í morgun og skoraði sjö stig og tók fimm fráköst. Kabou skoraði sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×