Talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 að íslenskum tíma í kvöld. Útsending NASA hefst klukkan 22.00 og hana er hægt að horfa á hér að neðan.
Uppfært kl. 23:18
Geimfarið brotlenti eins og áætlað var á Dimorphos smástirninu klukkan korter yfir ellefu. Vísindamenn NASA fögnuðu árangrinum gríðarlega en gígurinn, sem DART geimfarið skildi eftir sig, er á stærð við fótboltavöll.
IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion’s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD
— NASA (@NASA) September 26, 2022
Verkefni geimvísindastofnunarinnar kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og var DART-geimfarinu skotið upp hinn 23. nóvember á síðasta ári. Ferðalagið hefur því tekið tæpt ár.
Geimfarinu mun fylgja lítið gervitungl, þannig að hægt sé að rannsaka áhrif brotlendingarinnar úr öruggri fjarlægð. Eftir tvö ár mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda annað geimfar á vettvang, til að kanna aðstæður frekar, og þá verður breytingin einnig mæld með sjónaukum á jörðu niðri næstu mánuði.
DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins kleift að stýra því með meiri nákvæmi en áður. Þannig er hægt að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál og á 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund.