Heimir hefði ekki valið Messi og félaga Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:01 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson hafa ekki haft mikinn tíma til að miðla upplýsingum fyrir fyrsta leik Jamaíku eftir ráðninguna á þeim. Instagram/@jff_football Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins. Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira