Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 10:21 Fjölmargir óökuhæfir bílar úti í vegakanti á þjóðveginum nærri Möðrudal. Helga Björg Eiríksdóttir Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33