„Ítalía valdi okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 07:22 Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu. AP/Gregorio Borgia Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00