Færeyjar með ótrúlegan sigur á Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 21:31 Úr fyrri leik liðanna í riðlinum. Honum lauk með 4-0 sigri Tyrklands en Færeyjar hefndu fyrir tapið í kvöld. Isa Terli/Getty Images Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum. Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira