Við ræðum við konu sem var vísað út úr vél Icelandair í gær eftir ágreining við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Ríka ástæðu þarf til að farþega verði vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir starfsmaður á samskiptasviði Icelandair.
Við segjum frá því að sautján ára piltur hlaut áverka á höfði eftir að til stympinga kom milli hans og annars drengs við Norðlingaskóla í nótt. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en að sögn aðstoðarlögreglustjóra voru áverkarnir ekki alvarlegir og engum vopnum var beitt.
Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum.
Hlusta má á fréttirnar í spilaranum hér að ofan.