Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 09:02 Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson sækjast eftir ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma að Vilhjálmur Árnason hafi í hyggju að tilkynna um framboð til ritarans nú um helgina. samsett/vilhelm Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57