„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 18:30 Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Diego Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð. „Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
„Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira