Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 16:20 Auglýsing til stuðnings innlimunar Lúhansk í Rússland sem á stendur „Með Rússlandi að eilífu, 27. september“. Uppreisnarmenn sem styðja rússnesk stjórnvöld fara með völdin í stærstum hluta héraðsins. AP Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09
Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01
Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54