Steinninn í liði með Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 13:00 Max Homa og Justin Thomas glaðbeittir eftir sætan sigur Homa og Tony Finau. Getty/Warren Little Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti