Steinninn í liði með Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 13:00 Max Homa og Justin Thomas glaðbeittir eftir sætan sigur Homa og Tony Finau. Getty/Warren Little Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Forsetabikarinn er haldinn en Bandaríkin hafa fagnað sigri síðustu átta skipti sem keppnin er haldin og virðast afar líkleg til að vinna níunda skiptið í röð. Í gær var keppt í fjórmenningi þar sem aðeins ævintýraleg endurkoma Si Woo Kim og Cam Davis tryggði alþjóðlega liðinu sinn eina sigur. Þeir höfðu lent þremur vinningum undir og voru enn tveimur vinningum undir þegar komið var að 15. teig en unnu svo fjórar síðustu holurnar. Höfðu dálitla heppni með sér Mesta spennan var þó í leiknum sem Tony Finau og Max Homa léku við Taylor Pendrith og Mito Pereira, þar sem steinn í litlum læk hafði mikið að segja. Homa sló nefnilega högg á 15. braut, þegar staðan var jöfn, þar sem boltinn virtist vera á leið ofan í lækinn en lenti á steini og skoppaði skemmtilega upp og á góðan stað. Þannig náðu Homa og Finay skrautlegu pari og héldu stöðunni jafnri. A wild par for @MaxHoma23 and @TonyFinauGolf Their match remains tied with 3 to play @PresidentsCup. pic.twitter.com/87KAJH2X5I— PGA TOUR (@PGATOUR) September 22, 2022 Homa og Finay tryggðu sér svo 1/0 sigur á 18. holu eftir að Pereira átti slæmt teighögg. Aðrir sigrar Bandaríkjanna voru öruggari, sérstaklega hjá Patrick Cantlay og Xander Schauffele sem unnu reynslumesta par andstæðinganna, Adam Scott og Hideki Matsuyama, 6/5. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu svo 2/1 gegn Sungjae Im og Corey Conners, og þeir Cameron Young og Collin Morikawa unnu einnig 2/1 gegn Tom Kim og K. H. Lee. Keppnin heldur áfram í dag með fimm leikjum í fjórbolta en úrslitin ráðast svo um helgina. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending í dag, á Sport 5, klukkan 15:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Sjá meira