Segir kjaftæði hjá Boston að setja þjálfarann í bann fyrir framhjáhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 13:31 Framtíð Imes Udoka hjá Boston Celtics er í óvissu. getty/Jim Davis Ákvörðun Boston Celtics að setja þjálfara liðsins, Ime Udoka, í bann fyrir samband við samstarfskonu hefur vakið mikla athygli. Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2. NBA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2.
NBA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira