Segir kjaftæði hjá Boston að setja þjálfarann í bann fyrir framhjáhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 13:31 Framtíð Imes Udoka hjá Boston Celtics er í óvissu. getty/Jim Davis Ákvörðun Boston Celtics að setja þjálfara liðsins, Ime Udoka, í bann fyrir samband við samstarfskonu hefur vakið mikla athygli. Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greindi frá því í fyrradag að Udoka væri í vondum málum og ætti yfir höfði sér bann vegna sambands við samstarfskonu hjá Boston. Í gærkvöldi staðfesti Boston svo að félagið hefði sett Udoka í bann út næsta tímabil. Ákvörðun um framtíð hans hjá Boston verður tekin síðar. Joe Mazzulla, aðstoðarþjálfari Boston, stýrir liðinu í vetur. pic.twitter.com/ySo5wGKrfX— Boston Celtics (@celtics) September 23, 2022 Udoka hefur beðist afsökunar á framhjáhaldinu. „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar,“ sagði Udoka í yfirlýsingu. Fá ef einhver fordæmi eru fyrir ákvörðun Boston og margir hafa furðað sig á henni. Meðal þeirra er kjaftaskurinn Stephen A. Smith á ESPN. Í færslu á Twitter segir hann að bannið sé kjaftæði og notar hástafi til að ítreka skoðun sína. This suspension of @celtics coach Ime Udoka is utter BULLSHIT. If you thought I said enough this morning on @FirstTake, you haven t seen a damn thing yet. 10am. EST. Friday morning on ESPN. See y all then#TotalBS— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 23, 2022 Udoka tók við Boston fyrir síðasta tímabil þegar Brad Stevens hætti sem þjálfari og gerðist yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu. Undir stjórn Udokas komst Boston í úrslit NBA en tapaði þar fyrir Golden State Warriors, 4-2.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum