Lífið

Níræð og býr í fallegri þakíbúð í Vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét með börnunum sínum. 
Margrét með börnunum sínum. 

Margrét Erla Guðmundsdóttir, móðir listamannanna Egils Ólafssonar, Hinriks og Ragnheiðar er orðin 90 ára. Hún er eldhress og býr í flottri þakíbúð með útsýni út á sjóinn í Vesturbænum.

Margrét er þekkt sem listræn athafnakona og kann vel að njóta lífsins. Hún er enn með dökkan lit í hárinu og lítur út fyrir að vera tuttugu árum yngri.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti þessa einstöku konu og fékk að skoða þessa flottu íbúð á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þar fékk hún einnig að heyra leyndarmálin á bak við að halda góðri heilsu og flottu útliti þegar maður er orðinn 90 ára.

„Ég hef alltaf haft áhuga á því og finnst þægilegt og gott að hafa fínt í kringum mig,“ segir Margrét sem hefur búið í íbúðinni í átján ár. Margrét fór að læra á píanó um áttrætt og spilar nú daglega.

„Ég hef alltaf verið dugleg við það að breyta til heima hjá mér og færa til hluti. Ég sagði einu sinni við vinkonu mína að það væri gott að ég væri ekki með blint fólk í kringum mig,“ segir Margrét og hlær. Hún hugar vel að mataræði sínu.

„Ég borða ekki kjöt. Það er svoleiðis að ég get ekki borðað kjöt. Ég borða mest grænmeti og ég er alltaf að finna upp á nýjum grænmetisrétti.“

Hér að neðan má sjá innlit heim til Margrétar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×