Logi Pedro hannar fyrir 66°Norður og Plastplan Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2022 09:15 Logi Pedro hannaði klemmurnar á nýjustu tösku 66°Norður. 66°Norður „Ég hef alltaf notið mín mjög vel að gera skapandi hluti í tæknilegu umhverfi,“ segir Logi Pedro. Listamaðurinn fjölhæfi tók þátt í að hanna nýjustu vöru 66°Norður og Plastplan. Logi er tónlistarmaður, vöruhönnuður, plötusnúður, tónlistarstjóri og stjórnarmaður fyrir Útvarp 101 og framleiðandi sjónvarpsþátta svo eitthvað sé nefnt, eins konar svissneskur vasahnífur af hugmyndum. Hönnunarbrunnurinn Loga er langt frá því að vera uppurinn. Logi tók þátt í nýjasta samstarfi Plastplan og 66°Norður sem er taska, en fyrirtækin tvö hafa unnið saman að endurnýjanlegum lausnum í fatageiranum síðustu ár. „Það er ótrúlega gaman að fá eitthvað í hendurnar sem maður er búinn að vinna við, hanna og teikna. Þetta er svo langt ferli. Það er mikið verið að skoða, mikið vera að pæla og spyrja spurninga. Sumir halda að þetta snúist bara um að setjast niður við tölvu, teikna eitthvað og þá er þetta bara komið, en þetta er lengra ferli þar sem maður fer í ákveðna rannsókn og gerir svo mikið af tilraunum. Þannig loksins þegar eitthvað kemur út og er að verða klárt þá er það skemmtilegt – það er til dæmis ár síðan við byrjuðum að vinna í þessu. Það er rosa gaman að enda svona ferli með tilbúna vöru í höndunum.“ Taskan kemur í þremur mismunandi litum.66°Norður Láta hlutina tala saman Logi kom inn í verkefnið sem hönnuður í gegnum Plastplan. „Þau eru að endurvinna íslenskt plast frá fyrirtækjum og koma þeim í notkun aftur með því að búa til nýjar vörur úr plastinu. Þetta er ótrúlega skemmtilegt þar sem þetta er nýtt fyrir Plastplan að búa til svona vöru úr þessu plasti. Það er ótrúlega skemmtilegt að það sé hægt að framleiða svona vörur á Íslandi.“ Hlutverk Loga var að gera klemmur á mittistöskur sem eru minimalískar og standa á flekamótum fyrirtækjanna tveggja. 66°Norður „Plastplan er með ákveðið stílbragð þegar kemur að vörunum sem þeir eru framleiða. Í svona verkefni eru þeir í samstarfi við 66°Norður sem er líka með ákveðið stílbragð. Í rauninni snerist þetta um að taka þetta samstarf og láta hlutina tala saman. Við skissuðum upp alls konar mismunandi útfærslur af klemmum. Við vorum búnir að gera skissur sem voru áhugaverðar og tæknilega flóknar en ákváðum á endanum að fara í klemmur sem eru með einfalda mekaník á bak við þær. Hvernig þær hreyfast. Þetta er frekar einfalt form af klemmu en við leyfum okkur svo að miðla áfram ákveðnu stílbragði.“ Margt líkt með klemmu og lagi Hönnuðurinn segir skemmtilegt að skapa úr endurnýttu efni. „Það er skemmtilegt. Ég hef verið með Plastplan í nokkrum öðrum verkefnum þar sem við erum að prófa okkur áfram að gera vörur. Við gerðum sem dæmi sköfu fyrir íslenskt fyrirtæki sem var í jólapökkum starfsmanna það árið, búnar til úr plastinu sem fyrirtækið notaði. Það er gaman að búa til dót sem þarf að vera í raunverulegri notkun og sjá hvar mörkin liggja. Þetta er mikil tilraunastarfsemi.“ Plastplan er hönnunarstúdíó og plastendurvinnsla stofnað árið 2019. Markmið Plastplan er að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plast endurvinnslu til að efla úrvinnslu. Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson hjá Plastplan. Þó að vöruhönnun sé öðruvísi en sköpun á tónlist, er margt líkt við ferlið að mati Loga. „Það er ótrúlega margt sameiginlegt við svona skapandi ferli – sama hver miðlunin á endanum er. Sama hvort það er að búa til lag eða svona klemmu. Það er alltaf einhver rannsóknarvinna, og svo einhver fagurfræði sem maður er að reyna að koma að. Svo er spurningin að ná að koma þessu í ákveðið form. Eins og með þetta – vissulega er mjög ólíkt að vera að teikna klemmu í verkfræðilegu tölvuforriti og svo að semja eitthvað lag, en ég nýt þess að gera bæði. Við þurfum t.d. að teikna klemmuna á ákveðinn hátt svo hún passi í framleiðslu mótið,“ útskýrir Logi. „En á sama tíma hef ég alltaf unnið tónlist út frá tæknilegri nálgun og til dæmis verið gestakennari í hljóðtækni hjá Tækniskólanum síðastliðin fimm ár. Ég er með bakgrunn þaðan, úr því að vera hljóðmaður og upptökustjóri, og að grúska í tækni og nýjungum. Þannig ég hef alltaf notið mín mjög vel að gera skapandi hluti í tæknilegu umhverfi. Skemmtilega við þetta er að þetta er allt sami grunnur – þetta kemur allt af sama brunni. Það er ótrúlega gaman að vera listamaður og finna mismunandi leiðir til að miðla hugmyndum. Þetta er sami brunnur en mismunandi miðlar. Sama hvort ég er að gefa út lag eða vinna að hönnunarverkefni. Þetta er í grunninn hugmyndir sem eru settar í form.“ 66°Norður Gróska í íslenskri hönnun Logi segir að rauði þráðurinn í hans verkefnum sé líklega tæknilega nálgunin. „Þegar maður nær að blanda saman tæknilegri nálgun við skapandi ferli þá koma oft skemmtilegar niðurstöður. Eins og hjá Plastplan eru þau með sín eigin framleiðslutæki. Öll tækin sem þau nota til að framleiða vörurnar sínar eru tæki sem þau hafa hannað. Það er ótrúlega gaman að vinna með fyrirtæki sem er svona skringilega tæknilegt. Það eru fá fyrirtæki sem geta verið að framleiða svona dót frá grunni. Þau eru búin að sækja plastið og vinna það með eigin búnaði, til að búa til nýjar vörur.“ Varðandi hönnunarbransann hér á landi segir Logi að þar séu margar áskoranir. „Það er flott hönnunarsamfélag á Íslandi og við erum með háskólanám í hönnun. Það er mikil gróska í íslensku hönnunarsenunni, en það getur líka verið flókið að starfa sem hönnuður í landi sem lítið er framleitt í. Það gerir það að verkum að það getur verið áskorun fyrir hönnuði sem starfa héðan að koma hlutum í framleiðslu. Þess vegna er svo mikilvægt að vera með fyrirtæki eins og 66°Norður sem er mjög aktíft að fjárfesta í hönnuðum og íslenskri hönnun,“ segir Logi. „Hönnun er stór iðnaður þar og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. En við eigum klárlega mjög mikið af hæfileikafólki og við höfum getuna til að gera hönnun sem hluta af okkar sjálfsmynd.“ 66°Norður Mikið af tilraunum Hann segir ótrúlega tilfinningu að fá hlut í hendurnar sem þú hefur unnið að og skapað frá grunni. „Þetta er svo langt ferli. Rannsóknarferli – mikið verið að skoða, pæla og spyrja spurninga. Mikið af tilraunum. Þannig loksins þegar eitthvað kemur út og er að verða klárt – eins og þetta er búið að vera ár síðan við byrjuðum að teikna þetta. Það er skemmtilegt að fá loksins mótið í hendurnar, svo frumgerðina og á endanum vöru sem er klár.“ Logi segir forréttindi að fá að starfa með fyrirtækjum sem eru svona framarlega í nýsköpun og framleiðslu „Það eru forréttindi að starfa með fyrirtækjum sem eru svona framarlega í nýsköpun og framleiðslu. Plastplan er virkilega spennandi hönnunarfyrirtæki, og frumkvöðlar í sínum geira. Þau endurvinna íslenskt plast og búa til lokaða hringrás. Það er magnað. Sérstaklega því þetta er ungt fólk og þetta er bara hugvit. Þau fóru og gerðu dæmið, og það er svo aðdáunarvert. Svo er gaman að vinna með fyrirtæki sem er með jafn ríka sögu og 66°Norður. Ef þú skoðar vörurnar sem þeir eru að gera. Þetta eru góðar vörur – tæknilega og tískulega. Það er hugvit líka þar. Ég er varla kominn í heiminn sem hönnuður, og er bara mjög hress með að fá að taka þátt í svona ferli.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30 Tilhlökkun og eftirvænting í loftinu fyrir HönnunarMars 2022 Leikur og gleði einkennir dagskrá HönnunarMars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins sem hefst í dag. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Klara Rún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri dagskrár HönnunarMars í ár eru sammála um að ríkir eftirvænting og tilhlökkun í loftinu fyrir HönnunarMars sem loksins getur breytt úr sér án nokkurra takmarkanna. 4. maí 2022 13:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Logi er tónlistarmaður, vöruhönnuður, plötusnúður, tónlistarstjóri og stjórnarmaður fyrir Útvarp 101 og framleiðandi sjónvarpsþátta svo eitthvað sé nefnt, eins konar svissneskur vasahnífur af hugmyndum. Hönnunarbrunnurinn Loga er langt frá því að vera uppurinn. Logi tók þátt í nýjasta samstarfi Plastplan og 66°Norður sem er taska, en fyrirtækin tvö hafa unnið saman að endurnýjanlegum lausnum í fatageiranum síðustu ár. „Það er ótrúlega gaman að fá eitthvað í hendurnar sem maður er búinn að vinna við, hanna og teikna. Þetta er svo langt ferli. Það er mikið verið að skoða, mikið vera að pæla og spyrja spurninga. Sumir halda að þetta snúist bara um að setjast niður við tölvu, teikna eitthvað og þá er þetta bara komið, en þetta er lengra ferli þar sem maður fer í ákveðna rannsókn og gerir svo mikið af tilraunum. Þannig loksins þegar eitthvað kemur út og er að verða klárt þá er það skemmtilegt – það er til dæmis ár síðan við byrjuðum að vinna í þessu. Það er rosa gaman að enda svona ferli með tilbúna vöru í höndunum.“ Taskan kemur í þremur mismunandi litum.66°Norður Láta hlutina tala saman Logi kom inn í verkefnið sem hönnuður í gegnum Plastplan. „Þau eru að endurvinna íslenskt plast frá fyrirtækjum og koma þeim í notkun aftur með því að búa til nýjar vörur úr plastinu. Þetta er ótrúlega skemmtilegt þar sem þetta er nýtt fyrir Plastplan að búa til svona vöru úr þessu plasti. Það er ótrúlega skemmtilegt að það sé hægt að framleiða svona vörur á Íslandi.“ Hlutverk Loga var að gera klemmur á mittistöskur sem eru minimalískar og standa á flekamótum fyrirtækjanna tveggja. 66°Norður „Plastplan er með ákveðið stílbragð þegar kemur að vörunum sem þeir eru framleiða. Í svona verkefni eru þeir í samstarfi við 66°Norður sem er líka með ákveðið stílbragð. Í rauninni snerist þetta um að taka þetta samstarf og láta hlutina tala saman. Við skissuðum upp alls konar mismunandi útfærslur af klemmum. Við vorum búnir að gera skissur sem voru áhugaverðar og tæknilega flóknar en ákváðum á endanum að fara í klemmur sem eru með einfalda mekaník á bak við þær. Hvernig þær hreyfast. Þetta er frekar einfalt form af klemmu en við leyfum okkur svo að miðla áfram ákveðnu stílbragði.“ Margt líkt með klemmu og lagi Hönnuðurinn segir skemmtilegt að skapa úr endurnýttu efni. „Það er skemmtilegt. Ég hef verið með Plastplan í nokkrum öðrum verkefnum þar sem við erum að prófa okkur áfram að gera vörur. Við gerðum sem dæmi sköfu fyrir íslenskt fyrirtæki sem var í jólapökkum starfsmanna það árið, búnar til úr plastinu sem fyrirtækið notaði. Það er gaman að búa til dót sem þarf að vera í raunverulegri notkun og sjá hvar mörkin liggja. Þetta er mikil tilraunastarfsemi.“ Plastplan er hönnunarstúdíó og plastendurvinnsla stofnað árið 2019. Markmið Plastplan er að stuðla að fullkominni hringrás plastefna og með því sýna fram á mikla möguleika sem felast í hráefninu. Plastplan hefur frá árinu 2017 byggt, þróað og hannað vélar fyrir plast endurvinnslu til að efla úrvinnslu. Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson hjá Plastplan. Þó að vöruhönnun sé öðruvísi en sköpun á tónlist, er margt líkt við ferlið að mati Loga. „Það er ótrúlega margt sameiginlegt við svona skapandi ferli – sama hver miðlunin á endanum er. Sama hvort það er að búa til lag eða svona klemmu. Það er alltaf einhver rannsóknarvinna, og svo einhver fagurfræði sem maður er að reyna að koma að. Svo er spurningin að ná að koma þessu í ákveðið form. Eins og með þetta – vissulega er mjög ólíkt að vera að teikna klemmu í verkfræðilegu tölvuforriti og svo að semja eitthvað lag, en ég nýt þess að gera bæði. Við þurfum t.d. að teikna klemmuna á ákveðinn hátt svo hún passi í framleiðslu mótið,“ útskýrir Logi. „En á sama tíma hef ég alltaf unnið tónlist út frá tæknilegri nálgun og til dæmis verið gestakennari í hljóðtækni hjá Tækniskólanum síðastliðin fimm ár. Ég er með bakgrunn þaðan, úr því að vera hljóðmaður og upptökustjóri, og að grúska í tækni og nýjungum. Þannig ég hef alltaf notið mín mjög vel að gera skapandi hluti í tæknilegu umhverfi. Skemmtilega við þetta er að þetta er allt sami grunnur – þetta kemur allt af sama brunni. Það er ótrúlega gaman að vera listamaður og finna mismunandi leiðir til að miðla hugmyndum. Þetta er sami brunnur en mismunandi miðlar. Sama hvort ég er að gefa út lag eða vinna að hönnunarverkefni. Þetta er í grunninn hugmyndir sem eru settar í form.“ 66°Norður Gróska í íslenskri hönnun Logi segir að rauði þráðurinn í hans verkefnum sé líklega tæknilega nálgunin. „Þegar maður nær að blanda saman tæknilegri nálgun við skapandi ferli þá koma oft skemmtilegar niðurstöður. Eins og hjá Plastplan eru þau með sín eigin framleiðslutæki. Öll tækin sem þau nota til að framleiða vörurnar sínar eru tæki sem þau hafa hannað. Það er ótrúlega gaman að vinna með fyrirtæki sem er svona skringilega tæknilegt. Það eru fá fyrirtæki sem geta verið að framleiða svona dót frá grunni. Þau eru búin að sækja plastið og vinna það með eigin búnaði, til að búa til nýjar vörur.“ Varðandi hönnunarbransann hér á landi segir Logi að þar séu margar áskoranir. „Það er flott hönnunarsamfélag á Íslandi og við erum með háskólanám í hönnun. Það er mikil gróska í íslensku hönnunarsenunni, en það getur líka verið flókið að starfa sem hönnuður í landi sem lítið er framleitt í. Það gerir það að verkum að það getur verið áskorun fyrir hönnuði sem starfa héðan að koma hlutum í framleiðslu. Þess vegna er svo mikilvægt að vera með fyrirtæki eins og 66°Norður sem er mjög aktíft að fjárfesta í hönnuðum og íslenskri hönnun,“ segir Logi. „Hönnun er stór iðnaður þar og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. En við eigum klárlega mjög mikið af hæfileikafólki og við höfum getuna til að gera hönnun sem hluta af okkar sjálfsmynd.“ 66°Norður Mikið af tilraunum Hann segir ótrúlega tilfinningu að fá hlut í hendurnar sem þú hefur unnið að og skapað frá grunni. „Þetta er svo langt ferli. Rannsóknarferli – mikið verið að skoða, pæla og spyrja spurninga. Mikið af tilraunum. Þannig loksins þegar eitthvað kemur út og er að verða klárt – eins og þetta er búið að vera ár síðan við byrjuðum að teikna þetta. Það er skemmtilegt að fá loksins mótið í hendurnar, svo frumgerðina og á endanum vöru sem er klár.“ Logi segir forréttindi að fá að starfa með fyrirtækjum sem eru svona framarlega í nýsköpun og framleiðslu „Það eru forréttindi að starfa með fyrirtækjum sem eru svona framarlega í nýsköpun og framleiðslu. Plastplan er virkilega spennandi hönnunarfyrirtæki, og frumkvöðlar í sínum geira. Þau endurvinna íslenskt plast og búa til lokaða hringrás. Það er magnað. Sérstaklega því þetta er ungt fólk og þetta er bara hugvit. Þau fóru og gerðu dæmið, og það er svo aðdáunarvert. Svo er gaman að vinna með fyrirtæki sem er með jafn ríka sögu og 66°Norður. Ef þú skoðar vörurnar sem þeir eru að gera. Þetta eru góðar vörur – tæknilega og tískulega. Það er hugvit líka þar. Ég er varla kominn í heiminn sem hönnuður, og er bara mjög hress með að fá að taka þátt í svona ferli.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30 Tilhlökkun og eftirvænting í loftinu fyrir HönnunarMars 2022 Leikur og gleði einkennir dagskrá HönnunarMars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins sem hefst í dag. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Klara Rún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri dagskrár HönnunarMars í ár eru sammála um að ríkir eftirvænting og tilhlökkun í loftinu fyrir HönnunarMars sem loksins getur breytt úr sér án nokkurra takmarkanna. 4. maí 2022 13:02 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Halda uppboð á frumgerðum hönnuðanna í Ásmundarsal Á morgun fer fram sérstakt uppboð í Ásmundarsal á milli 15:00 og 17:00. Á uppboðinu verða hlutir sýningarinnar Hlutverks til sölu og verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs í hlutverki uppboðsstjóra. 22. maí 2021 17:30
Tilhlökkun og eftirvænting í loftinu fyrir HönnunarMars 2022 Leikur og gleði einkennir dagskrá HönnunarMars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins sem hefst í dag. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Klara Rún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri dagskrár HönnunarMars í ár eru sammála um að ríkir eftirvænting og tilhlökkun í loftinu fyrir HönnunarMars sem loksins getur breytt úr sér án nokkurra takmarkanna. 4. maí 2022 13:02