Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. september 2022 22:58 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. „Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
„Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29